The 5th annual

HARPA

INTERNATIONAL

MUSIC ACADEMY

JUNE 1-17, 2017

Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu á 5 ára afmæli í ár og heldur sitt árlega námskeið fyrir klassíska hljóðfæranemendur dagana 1. – 17. júní. Rúmlega 100 nemendur frá tíu löndum munu njóta handleiðslu innlendra og erlendra tónlistarkennara í fremstu röð í einkatímum, kammertónlist og hljómsveit. 

Viðburðir í Norðurljósum verða á eftirfarandi dögum:

Alþjóðlega tónlistarakademían i Hörpu er spennandi tónlistarnámskeið fyrir nemendur á öllum aldri
og á öll hljóðfæri.
Í ellefu daga nýtur þú leiðsagnar alþjóðlegra kennara og hittir aðra nemendur frá Íslandi
og alls staðar að úr heiminum. 
Einkatímar, kammertónlist, masterklassar, einleikstónleikar og hljómsveit hvetja þig til að leggja þig alla(n) fram og verða betri tónlistarmaður.
Um leið nýtur þú lífsins í Hörpu
á meðan sólin varla sest.

 

DAGSKRÁ VIÐBURÐA

7. júní kl 12:00 Rísandi stjörnur

Hin hæfileikaríku Johan Dalene frá Svíþjóð og Maya Buchanan frá Chicago flytja glæsileg einleiksverk fyrir fiðlu og píanó. Bæði eru aðeins 17 ára gömul en hafa unnið til margra verðlauna og eru vaxandi stjörnur í fiðluheiminum.

7. júní kl 20:00 Opnunartónleikar – Strengjakvartettar

Nemendur sem notið hafa sérstakrar leiðsagnar Sigurbjörns Bernharðssonar, fiðluleikara úr Pacifica strengjakvartettinum og prófessors við Indiana University, munu leika strengjakvartetta.

10. júní kl 10:00 Fiðlumasterklass með Almitu Vamos

Almita Vamos er prófessor við Roosevelt University í Chicago og hefur verið einn af þekktustu fiðlukennurum Bandaríkjanna í hartnær 40 ár. Nemendur hennar hafa hlotið verðlaun í alþjóðlegum fiðlukeppnum, starfa sem einleikarar, leiðandi hljóðfæraleikarar við sinfóníuhljómsveitir víða um heim og sem prófessorar við virta tónlistarháskóla.

10. júní kl 13:00 Sellómasterklass með Morten Zeuthen

Morten Zeuthen hefur markað spor í danskt tónlistarlíf í áratugi. Hann hefur verið prófessor við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn síðan 1996, var áður leiðari sellódeildar sinfóníuhljómsveitar danska ríkisútvarpsins í 20 ár og hefur notið mikillar velgengni sem flytjandi og kennari.

10. júní kl 17:00 Kennaratónleikar

Tónlistarkennarar Akademíunnar eru sjálfir framúrskarandi hljóðfæraleikarar. Á þessum tónleikum munu þeir miðla list sinni með fjölbreyttri efnisskrá.

13. júní kl 17:00 Nemendatónleikar eldri deildar

Í eldri deild Akademíunnar taka þátt 75 hljóðfæranemendur frá 9 löndum á aldrinum 10 – 26 ára. Á tónleikunum fáum við að heyra úrval einleiks- og kammerverka sem þeir hafa verið með í handleiðslu hjá kennurum á námskeiðinu.

13. júní kl 20:00 Fiðlutónleikar með Dan Zhu / Silk Road on Strings

Dan Zhu er einn af þekktustu fiðluleikurum Kína. Hann flutti Tchaikovsky fiðlukonsertinn í Carnegie Hall aðeins 18 ára gamall og hefur síðan leikið út um allan heim. Hér kemur hann fram ásamt píanóleikaranum Julien Quentin. Þeir munu leika m.a. fiðlusónötu Francks og Faust fantasíuna eftir Wieniawski.

14., 15., 16, júní kl 17:00 og 20:00 Nemendatónleikaröð

Þátttakendur í Akademíunni leika einleiksverk og kammertónlist í sal Tónskóla Sigursveins, Engjateig 1. Aðgangur ókeypis.

17. júní kl 10:00 Nemendatónleikar yngri deildar

Í yngri deild taka þátt 38 hljóðfæranemendur á aldrinum 9 – 14 ára. Á tónleikunum munu kammerhópar deildarinnar flytja vel valin verk.

17. júní kl 12:00 Nemendatónleikar eldri deildar

Í eldri deild Akademíunnar taka þátt 75 hljóðfæranemendur frá 9 löndum á aldrinum 10 – 26 ára. Á tónleikunum stíga píanónemendur námskeiðsins fram og leika úrval einleiks- og kammerverka sem þeir hafa verið með í handleiðslu hjá kennurum á námskeiðinu.

17. júní kl. 17:00 Hátíðartónleikar

Á lokatónleikum námskeiðsins mun hljómsveit Akademíunnar flytja hina mögnuðu 6. sinfóníu Tchaikovskys og Blásaraserenöðu eftir Strauss. Johan Dalene færir okkur heim sígauna í verkinu Zigeunerweisen eftir Sarasate. Hljóðfæraleikarar yngstu kynslóðarinnar munu einnig láta ljós sitt skína í hljómsveit yngri deildar.

 

Partners / Sponsors

mom merki-a-vef-skjoldur-vinstr ylir

menuhin Custom    lin-yao