Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað nemendum á framhalds- og háskólastigi en einnig hæfileikaríkum nemendum sem eru um það bil að ljúka miðprófi. Raðað verður niður í hópa eftir hljóðfærum og getu, og leitast við að finna öllum umsækjendum 1-2 verkefni við hæfi. Í brennidepli verða úrvalsverk samin fyrir blásturshljóðfæri, með möguleika á að bæta við strengjum og/eða píanó þegar við á.

Hver hópur æfir nokkrar klukkustundir á dag, og fær eina kennslustund og einn masterklass daglega. Námskeiðinu lýkur með tónleikum í Hörpu þar sem hver hópur mun leika einn eða fleiri kafla úr þeim verkum sem æfð hafa verið.  

DAGSKRÁ

  • kammermúsíkæfingar í 2-3 tíma á dag

  • masterklass í 60 mínútur á dag

  • handleiðsla kennara í 90 mínútur á dag

  • eigin æfingar

Michael Kaulartz fagottleikari og fyrrum leiðari við Sinfóníuhljómsveit Íslands, leiðir námskeiðið í kammermúsíkleik fyrir blásara. Honum til aðstoðar verða kennarar úr fremst röð íslenskra blásturshljóðfæraleikara. Fjöldi og samsetning kennara fer eftir fjölda og sametningu umsækjenda.

Stjórn Akademíunnar áskilur sér rétt til að hafna umsóknum ef ekki næst lágmarksfjöldi umsókna til að stofna deildina, og í tilvikum þar sem ekki auðnast að finna umsæjanda verkefni og hóp við hæfi.

Frábært tækifæri til að kynnast fjölbreyttri kammermúsík fyrir blásrara, njóta ánægjunnar af því að spila með öðrum og leggja sig allan fram, undir leiðsögn framúrskarandi tónlistarmanna.


SÆKJA UM

Frestur til að skila umsóknum er 15. maí.
Öllum umsækjendum verður svarað innan tveggja vikna frá móttöku umsóknar.

Námskeiðsgjald:  kr. 42.000
Greiða skal staðfestingargjald að upphæð 15.000 kr til að staðfesta umsókn.

 

mom      lin-yao  

 

 

      merki-a-vef-skjoldur-vinstr    ylir