Albert Einstein sagði eitt sinn þessi fleygu orð: ,,Ef ég væri ekki eðlisfræðingur, væri ég sennilega tónlistarmaður. Ég hugsa oft í tónlist. Dagdraumar mínir byggjast á tónlist. Ég sé líf mitt út frá grundvelli tónlistar. Ég upplifi mesta gleði í lífi mínu með fiðlunni minni."

Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu hefur samfélagslegan ávinning að leiðarljósi í að þroska unga og hæfileikaríka tónlistarmenn alls staðar að úr heiminum. Takmark okkar er ekki einungis að einblína á tæknilegu hlið tónlistarflutningsins heldur einnig að hjálpa ungum upprennandi tónlistarmönnum að þroska tjáningarhæfileika sína.

Sérstaða Akademíunnar felst í miklum gæðum og fjölbreytilegum hæfileikum þátttakenda. Sem dæmi má nefna að á síðasta ári fengum við mjög hæfileikaríka tónlistarmenn frá jafn ólíkum og fjarlægum löndum og Suður-Kóreu, Noregi, Finnlandi, Argentínu, Spáni, Íslandi og Víetnam. Þetta árið búumst við við 70 nemendum; meðal þeirra eru þátttakendur frá Norðurlöndunum, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Mexíkó og Kína. Við bjóðum upp á 11 daga námskeið sem færir saman unga, hæfileikaríka, klassíska tónlistarmenn víðsvegar að úr heiminum.

Jafnvel þó að tónlistarmennirnir komi frá mjög ólíkum menningarlegum bakgrunni, er ánægjulegt að sjá hvernig þeir deila allir sameiginlegu tungumáli tónlistarinnar. Tónlist brýtur niður alla þá múra sem tungumálið kann að mynda.

Í fyrsta sinn í ár býður Akademían upp á kennslu á blásturshljóðfæri sem gerir okkur kleift að mynda sinfóníuhljómsveit. Á lokatónleikunum 17. júní verður flutt 7. sinfónía Beethovens og Fiðlukonsert nr. 1 eftir Paganini með hinum 15 ára fiðluleikara Kevin Zhu. Kevin bar sigur úr býtum í Menuhin keppninni árið 2012 og var ungstirni Akademíunnar árið 2013. Það verður ánægjulegt að fá hann aftur og sjá hvaða breytingum spilamennska hans hefur tekið.

Gestastjórnandi þetta árið verður Tomas Djupsjöbacka frá Finnlandi. Hann er sellóleikari í Meta4 strengjakvartetinum og Chamber Orchestra of Europe en hefur nýlega byrjað að stjórna og hefur stjórnað mörgum hljómsveitum Finnlands.

Ég hlakka til að sjá þig á Akademíunni í júní!

Lin Wei Sigurgeirsson

 

 

 

 

Partners / Sponsors

mom merki-a-vef-skjoldur-vinstr ylir

menuhin Custom    lin-yao