7.-13. júlí

Íslenskir og alþjóðlegir kennarar


Námskeiðið er hugsað fyrir fullorðna á öllum aldri sem hafa undirstöðu í hljóðfæraleik og vilja leggja stund á kammermúsik undir leiðsögn frábærra kennara.  Kennslan verður einstaklingsmiðuð og sveigjanleg, og námskeiðið hentar því jafnt þeim sem hafa hljóðfæraleik að atvinnu og vilja afla sér endurmenntun, sem og áhugamönnum sem leika á hljóðfæri og vilja auka á kunnáttu sína. 

Reiknað er með að hver hópur fái þrjár kennslustundir og spili í masterklass (ef minnst þrjár grúppur taka þátt), hafi aðgang að æfingaaðstöðu meðan á námskeiðinu stendur og komi fram á tónleikum í Hörpu.  Reynt verður að haga kennslutímum þannig að fólk eigi kost á að sækja tíma að loknum vinnudegi.  Einnig væri hugsanlegt að hefja kennslu fyrir 10. júní í sumum tilvikum. 

Kennsla verður í höndum kennara eldri deildar Akademíunnar.

Námskeiðsgjald: 60.000 kr

Tónleikapassi á hátíðina er innifalinn í námskeiðsgjaldi.

Frestur til að skila inn umsóknum er 15. apríl 2018. Þátttakendur eru beðnir að greiða staðfestingargjald að upphæð kr. 20.000 fyrir 30. apríl.  
Öllum umsækjendum verður svarða innan tveggja vikna frá móttöku umsóknar.

 

 

Partners / Sponsors

mom merki-a-vef-skjoldur-vinstr ylir

menuhin2    lin-yao