Sigurbjörn Bernharðsson, prófessor við Oberlin Conservatory of Music og fyrrum fiðluleikari í hinum heimsfræga Pacifica String Quartet, leiðir námskeið í strengjakvartettleik.

Frábært tækifæri til að stórbæta kvartettleikinn undir leiðsögn eins fremsta strengjakvartettspilara í heiminum í dag

Allt að fimm strengjakvartettar geta tekið þátt í námskeiðinu. Námskeiðið er ætlað nemendum á framhalds- og háskólastigi og geta þeir sótt um sem einstaklingar eða hópur. 

DAGSKRÁ

  • strengjakvartettæfingar í 5 tíma á dag
  • masterklass í 90 mínútur á dag
  • handleiðsla kennara í 60 mínútur á dag 
  • eigin æfingar í klukkustund á dag

Hver hópur fær eina kennslustund og einn masterklass daglega. Námskeiðinu lýkur með tónleikum í Hörpu. Hver hópur mun leika einn eða fleiri kafla úr verkinu sem æft hefur verið og kynna það munnlega fyrir áheyrendum.  

 


SÆKJA UM

Námskeiðsgjald:  kr. 48.000

Frestur til að skila umsóknum er 31. mars. 

Ef nemandi tekur einnig þátt í eldri deild, bjóðum við 33% afslátt þannig að heildarverð er kr. 86.000. Greiða skal staðfestingargjald að upphæð 20.000 kr. Öllum umsækjendum verður svarað innan tveggja vikna frá móttöku umsóknar.

 

 

 

mom      lin-yao  

 

 

      merki-a-vef-skjoldur-vinstr    ylir