4. - 14. júlí

Strengir - blásarar - píanó

Einkatímar - masterklass - kammermúsík - sólótónleikar - hljómsveit

Íslenskir og erlendir kennarar


Þátttakendum í eldri deild gefst kostur á:

  • 3 einkatímum (45 mín)
  • 4 tímum í kammertónlist
  • tæknitímum
  • einum masterklass fyrir sitt hljóðfæri (valdir nemendur leika í masterklass)
  • að spila sólóverk og/eða kammerverk á tónleikum
  • æfingu með undirleikara
  • Píanó Plús námskeiði fyrir píanónemendur
  • sinfóníuhljómsveit

Alþjóðlegu listamennirnir Judith Ingolfsson fiðluleikari og Vladimir Stoupel píanóleikari munu hvort um sig halda masterklass fyrir nemendur eldri deildar á meðan námskeiðinu stendur.

Píanónemendum býðst þátttaka í Píanó Plús námskeiði Nínu Margrétar Grímsdóttur, 3ja tíma vinnustofum þar sem unnið er með tækniuppbyggingu píanóleiks, túlkun, tónleikaundirbúning og sviðsframkomu.

Á lokatónleikum Akademíunnar þann 14. júlí í Norðurljósum verður flutt 3. sinfónía Beethovens. Hljómsveitarstjóri verður Bjarni Frímann Bjarnason.  

Miðað er við að nemendur hafi lokið miðstigi (eða nálægt því).  Flestir nemendur eru á aldrinum 15 - 25 ára. Þetta er stærsti hluti Akademíunnar og hafa þátttakendur verið allt að áttatiu.

Kennsla og viðburðir verða frá kl 9 - 22 dagana 4. - 14. júlí.  Ætlast er til að nemendur taki fullan þátt í námskeiðinu.


SÆKJA UM

Námskeiðsgjald:  kr. 72.000

Afsláttarverð fyrir umsóknir sem berast fyrir 15. mars:  62.000 kr

Frestur til að skila umsóknum er 15. apríl. Staðfestingargjald að upphæð 20.000 kr greiðist fyrir 30. apríl.
Veittur er 15% afsláttur ef sótt er um fyrir 15. mars. Staðfestingargjald greiðist fyrir 30. mars.
Öllum umsækjenum verður svarað innan tveggja vikna frá móttöku umsóknar.


Kennarar

Fiðla

Ari Þór Vilhjálmsson, leiðari 2. fiðlu Fílharmóníusveitarinnar í Helsinki
Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleikari
Guðný Guðmundsdóttir, Listaháskóla Íslands
Lin Wei, Sinfóníuhljómsveit Íslands og listrænn stjórnandi Akademíunnar
Sigyn Fossnes, Barratt-Due Institute of Music, Osló

Víóla

Þórunn Ósk Marinósdóttir, leiðari víóludeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Selló

Sigurgeir Agnarsson, leiðari sellódeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Bassi

Þórir Jóhannsson, Sinfóníuhljómsveit Íslands

Píanó

Dr. Nína Margrét Grímsdóttir, listrænn stjórnandi Reykjavík Classics Harpa
Peter Maté, Listaháskóli Íslands

Flauta

Hallfríður Ólafsdóttir, leiðari flautudeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Martial Nardeau, Sinfóníuhljómsveit Íslands

Óbó

Matthías Birgir Nardeau, Sinfóníuhljómsveit Íslands

Klarinett

Einar Jóhannesson, fyrrverandi leiðari við Sinfóníuhljómsveit Íslands

Fagott

Michael Kaulartz, leiðari fagottdeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Horn

Joseph Ognibene, fyrrum leiðari við Sinfóníuhljómsveit Íslands

Trompet

Baldvin Oddsson

Meðleikarar

Anna Guðný Guðmundsdóttir
Helga Bryndís Magnúsdóttir
Ingunn Hildur Hauksdóttir

Kammermúsík

Kaare Dyvik Husby

 

 

 

Partners / Sponsors

mom merki-a-vef-skjoldur-vinstr ylir

menuhin2    lin-yao