Námskeiðið er ætlað tónlistarnemum sem hafa lokið miðstigi eða eru nálægt því. Flestir nemendur eru á aldrinum 15 - 25 ára.
Dagskráin samanstendur af einkatímum, kennslu í kammertónlist, masterklössum, strengjasveit og tónleikum.

NÁMSKEIÐSLÝSING

  • 3 einkatímar (45 mín)
  • 4 tímar í kammertónlist
  • tæknitímar
  • einn masterklass 
  • sólóverk og/eða kammerverk leikið á tónleikum
  • æfing með undirleikara
  • strengjasveit

Kennsla og viðburðir verða frá kl. 9-22 dagana 6. - 15. ágúst.  Ætlast er til að nemendur taki fullan þátt í námskeiðinu.


SÆKJA UM

Frestur til að skila umsóknum er 31. mars. Tökum enn við nýjum umsóknum, einkum á víólu og selló.
Veittur er 10.000 króna afsláttur ef sótt er um fyrir 28. febrúar. 

Öllum umsækjendum verður svarað innan tveggja vikna frá móttöku umsóknar.

Námskeiðsgjald:  kr. 72.000
Afsláttarverð: kr. 62.000

Greiða skal staðfestingargjald að upphæð 20.000 kr til að staðfesta umsókn.

 

Styrkir í boði til að taka þátt í Atlanta Festival Academy 2019!

Í samvinnu við Atlanta Festival Academy stendur fjórum þátttakendum Akademíunnar sem leika á strengjahljóðfæri til boða að sækja námskeiðið Atlanta Festival Academy í Bandaríkjunum sumarið 2019 með fullan styrk fyrir námskeiðsgjöldum. Valið er úr þátttakendum með hliðsjón af innsendum upptökum. Þátttakendur greiða fargjald og uppihald sjálfir en aldursbil þátttakenda á námskeiðinu er 10-23 ára. Hakið við í þar til gerðan reit á umsóknareyðublaði ef sótt er um að fara til Atlanta.


KENNARAR

 

merki-a-vef-skjoldur-vinstrmomlin-yao  

      ylir