6. - 15. ágúst, 2019

Strengir - blásarar - píanó

Einkatímar - masterklass - kammermúsík - sólótónleikar - hljómsveit

Íslenskir og erlendir kennarar


Þátttakendum í eldri deild gefst kostur á:

  • 3 einkatímum (45 mín)
  • 4 tímum í kammertónlist
  • tæknitímum
  • einum masterklass fyrir sitt hljóðfæri (valdir nemendur leika í masterklass)
  • að spila sólóverk og/eða kammerverk á tónleikum
  • æfingu með undirleikara
  • Píanó Plús námskeiði fyrir píanónemendur
  • sinfóníuhljómsveit

Píanónemendum býðst þátttaka í Píanó Plús námskeiði Nínu Margrétar Grímsdóttur, 3ja tíma vinnustofum þar sem unnið er með tækniuppbyggingu píanóleiks, túlkun, tónleikaundirbúning og sviðsframkomu.

Miðað er við að nemendur hafi lokið miðstigi (eða nálægt því). Flestir nemendur eru á aldrinum 15 - 25 ára. Þetta er stærsti hluti Akademíunnar og hafa þátttakendur verið allt að áttatiu.

Kennsla og viðburðir verða frá kl 9 - 22 dagana 6. - 15. ágúst.  Ætlast er til að nemendur taki fullan þátt í námskeiðinu.


SÆKJA UM

Námskeiðsgjald:  kr. 72.000

Afsláttarverð fyrir umsóknir sem berast fyrir 15. mars:  62.000 kr

Frestur til að skila umsóknum er 31. mars. Veittur er 15% afsláttur ef sótt er um fyrir 1. febrúar. Greiða skal staðfestingargjald að upphæð 20.000 kr. Öllum umsækjenum verður svarað innan tveggja vikna frá móttöku umsóknar.


Kennarar

Fiðla

Anton Miller, The Hartt School
Ari Þór Vilhjálmsson, leiðari 2. fiðlu Fílharmóníusveitarinnar í Helsinki og framkvæmdastjóri Akademíunnar
Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleikari
Guðný Guðmundsdóttir, Listaháskóla Íslands
Lin Wei, Sinfóníuhljómsveit Íslands og listrænn stjórnandi Akademíunnar
Sigurbjörn Bernharðsson, Oberlin Conservatory of Music og listrænn ráðgjafi Akademíunnar

Víóla

Rita Porfiris, The Hartt School
Þórunn Ósk Marinósdóttir, leiðari víóludeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Selló

Henrik Brendstrup, Danski kvartettinn
Sigurgeir Agnarsson, leiðari sellódeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Bassi

Þórir Jóhannsson, Sinfóníuhljómsveit Íslands

Píanó

Dr. Nína Margrét Grímsdóttir, listrænn stjórnandi Reykjavík Classics Harpa

Meðleikarar

Ingunn Hildur Hauksdóttir

 

Partners / Sponsors

mom merki-a-vef-skjoldur-vinstr ylir

menuhin2    lin-yao