7. - 14. júní

Strengir og píanó

Einkatímar - hóptímar - masterklass - sólótónleikar - hljómsveit


Þátttakendur í yngri deild fá:

  • 3 einkatíma (30 mín)
  • 6 hóptíma
  • strengjasveit
  • einn masterklass fyrir sitt hljóðfæri (valdir nemendur leika í masterklass)
  • spunanámskeið með Gretu Salóme 
  • æfing með undirleikara
  • gefst kostur á að spila sólóverk og/eða kammerverk á tónleikum

Í yngri deild fá nemendur daglega hópkennslu í tæknitímum, einkatíma,  strengjasveit og masterklassa. Sumir masterklassar verða kenndir af gestakennurum úr eldri deild og einnig verður farið í heimsókn á einhverja masterklassa í eldri deildinni.

Í lok námskeiðs verða leikin sóló- og kammeratriði á tónleikum og einnig munu þátttakendur spila á lokatónleikum Akademíunnar 14. júlí. Námskeiðið er ætlað nemendum sem eru komnir áleiðis í miðnámi (fiðla: Vivaldi a-moll, selló: Danse Rustique).

Mælst er til að foreldrar komi með og veri barni sínu til halds og trausts, en fer eftir einstaklingnum hverju sinni.

SÆKJA UM

 

Námskeiðsgjald:  kr. 65.000
Afsláttarverð fyrir umsóknir sem berast fyrir 1. mars:  55.000 kr

Frestur til að skila umsóknum er 1. apríl. Staðfestingargjald greiðist fyrir 15. apríl.
Veittur er 15% afsláttur ef sótt er um fyrir 1. mars. Staðfestingargjald greiðist fyrir 15. mars.
Öllum umsækjenum verður svarað innan tveggja vikna frá móttöku umsóknar.

Kennarar

Fiðla

Alf Kraggerud, Barratt-Due Institute of Music
Aðalheiður Matthíasdóttir, Tónskóli Sigursveins
Ari Þór Vilhjálmsson, leiðari 2. fiðlu Fílharmóníusveitarinnar í Helsinki
Ewa Tosik, Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík
Lin Wei, Sinfóníuhljómsveit Íslands og listrænn stjórnandi Akademíunnar
Mary Campbell, skólastjóri Suzukitónlistarskólans í Reykjavík
Sigyn Fossnes, Barratt-Due Institute of Music

Selló

Sigurgeir Agnarsson, Tónlistarskólinn í Reykjavík
Örnólfur Kristjánsson, Tónskóli Sigursveins

Píanó

Dr. Nína Margrét Grímsdóttir, listrænn stjórnandi Reykjavík Classics Harpa
Svana Víkingsdóttir, Tónlistarskólinn í Reykjavík

 

 

Partners / Sponsors

mom merki-a-vef-skjoldur-vinstr ylir tvg

nordiskkulturfond norden black rgb Custom menuhin Custom    lin-yao