Ari Þór Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri

ariAri Þór Vilhjálmsson hóf störf við Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2006 og gegnir nú starfi leiðara 2. fiðlu hljómsveitarinnar. Hann hóf nám á fiðlu í Bandaríkjunum árið 1986, þá fimm ára gamall. Síðar lauk hann einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Guðnýjar Guðmunsdóttur. Hann hélt svo vestur um haf og nam hjá Almitu og Roland Vamos, Rachel Barton Pine og Sigurbirni Bernharðssyni. Hann lauk Bachelor of Music gráðu frá University of Illinois og síðar Master of Music frá Northwestern University í Chicago. Á námsárum sínum gegndi Ari leiðandi stöðu í Civic Orchestra of Chicago, þjálfunarhljómsveit Chicago Symphony Orchestra, og stöðu konsertmeistara samnorrænu ungsveitarinnar Orkester Norden. Einnig tók hann þátt í heimsreisu Bjarkar Guðmundsdóttur árið 2003 sem félagi í The Iceland String Octet. Ari hefur flutt einleikskonserta eftir m.a. Mozart, Beethoven, Brahms, Hafliða Hallgrímsson, Prokofieff og Shostakovich með hljómsveitum á Íslandi og í Bandaríkjunum. Á undanförnum árum hefur hann spilað á einleiks- og kammertónleikum fyrir Listahátíð í Reykjavík, Kammermúsikklúbbinn, Reykjavik Midsummer Music og Emory University í Atlanta. Margir af efnilegustu fiðlunemendum á landinu sækja nám hjá Ara við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hann hefur stundað kennslu frá árinu 2008. Ari er einn af stofnendum Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu.


 

Kristín Mjöll Jakobsdóttir, kynningarstjóri

KMJ 2009Kristín Mjöll Jakobsdóttir nam við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk Mastersprófi frá Yale School of Music vorið 1989. Ennfremur stundaði hún nám við Sweelinck Conservatorium í Amsterdam og í Cincinnati, Ohio. Veturinn 1991-92 starfaði Kristín með Fílharmóníu í Hong Kong og var búsett þar til 1998. Hún hefur síðan leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Íslensku óperunni, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og fjölmörgum kammerhópum., auk þess að starfa við kennslu. Kristín Mjöll hefur haldið einleiks- og kammertónleika, á Íslandi, í Bandaríkjunum, Kanada og Hong Kong. Kristín Mjöll veitir Blásaraoktettinum Hnúkaþey forstöðu og situr í stjórn Óperarctic félagsins sem hefur að markmiði að setja upp tónlistarleikhús. Hún var verkefnisstjóri fyrir Hugstolinn á Listahátíð 2004 og Herra Pott og ungfrú Lok á Listahátíð 2010. Hún hefur einnig stýrt tónleikaferðum, m.a. stóð hún að fjármögnun og skipulagningu Kínaferðar Caput hópsins í maí 2013 og tónleikum Kammerkór Suðurlands London í nóvember sama ár . Hún var verkefnisstjóri Landsbyggðartónleika á vegum FÍT og FÍH 2002-2008. Kristín Mjöll var formaður Félags íslenskra tónlistarmanna 2008-2012 og situr nú í stjórn Listahátíðar í Reykjavík. Kristín Mjöll er framkvæmdastjóri Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu og einn af stofnendum hennar.

Lin Wei Sigurgeirsson, listrænn stjórnandi

lin-wei-minniLin Wei Sigurgeirsson er fædd í Guangzhou í Kína árið 1964. Hún hóf fiðlunám hjá föður sínum, prófessor Lin Yao Ji, sjö ára að aldri og lærði á píanó hjá móður sinni, prófessor Hu Shi Xi. Hún hóf nám árið 1980 við tónlistarháskólann í Beijing, einnig hjá föður sínum, og brautskráðist þaðan árið 1985. Þá hlaut hún styrk til framhaldsnáms frá Lundúnaborg við einleikaradeild Guildhall School of Music & Drama hjá prófessor Yfrah Neaman og brautskráðist þaðan 1988. Lín Wei hefur verið meðlimur Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 1988. Veturinn 1996-1997 var hún konsertmeistari Pan Asian Symphony Orchestra í Hong Kong og lék með Baltimore Symphony og Washington Chamber Symphony í Washington D.C. á árunum 2000-2002. Lín Wei hefur kennt við Purcell School of Music í London, Tónlistarskólann í Reykjavík og Yip Academy í Hong Kong. Hún hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, komið fram á einleikstónleikum og leikið með ýmsum kammerhópum hér á landi, í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Lin Wei er stofnandi og formaður Lin Yao Ji Music Foundation of China, minningarstofnun um föður hennar til heimilis í Hong Kong. Í krafti starfa sinna hefur hún skipulagt masterklassa og tónleika í Beijing, Hong Kong og á Íslandi þar sem fram hafa komið alþjóðlegir listamenn og ungir einleikarar sem náð hafa að skara fram úr á tónlistarsviðinu og unnið til verðlauna. Lin Wei er stofnandi og listrænn stjórnandi Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu.


 

Sigurgeir Agnarsson 

sigurgeirSigurgeir Agnarsson útskrifaðist með einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1995 og lauk frekara námi frá New England Conservatory í Boston og Robert Schumann tónlistarháskólann í Düsseldorf í Þýskalandi. Helstu kennarar hans voru Gunnar Kvaran, David Wells, Laurence Lesser og Johannes Goritzki. Hann hefur einnig sótt meistaranámskeið m.a. til Frans Helmerson, Bernard Greenhouse, Gary Hoffman, Alexander Bailey, Mario Brunello og Ralph Kirshbaum. Sigurgeir lék um tveggja ára skeið sem 2. sóló sellisti með Þýsku Kammerakademíunni Neuss am Rhein. Árið 2001 kom Sigurgeir fram sem einleikari með Bochumer Symphoniker í tilefni af 70 ára afmæli tónskáldsins Sofia Gubaidulina þar sem hann lék verkið Sjö orð fyrir selló, bajan og strengjasveit að tónskáldinu viðstöddu. Sigurgeir var valinn fulltrúi Íslands í tónleikaröðinni "Podium of Young European Musicians" þar sem hann hélt tónleika í Goethe stofnuninni í Brussel. Frá september 2003 hefur Sigurgeir starfað sem uppfærslumaður í sellódeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann hefur tvisvar komið fram sem einleikari með hljómsveitinni, síðast í janúar 2004 þegar hann lék sellókonsert í C-dúr eftir J. Haydn. Sigurgeir hefur verið virkur í flutningi á kammertónlist og hefur m.a. komið fram á tónleikum hjá Kammermúksíkklúbbnum, Kammersveit Reykjavíkur og Sumartónleikum á Kirkjubæjarklaustri. Sigurgeir er deildarstjóri strengjadeildar Tónlistarskólans í Reykjavík og stundakennari við Listaháskóla Íslands. Sigurgeir er einn af stofnendum Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu.

 


Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir 

ragnheidurRagnheiður Elfa Þorsteinsdóttir lögmaður nam lögfræði við Háskóla Íslands og lauk LL.M. prófi frá Edinborgarháskóla. Hún hefur m.a. starfað í umhverfisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu, bæpi heima og í Brussel. Hún starfar nú sem lögmaður á Málþingi, lögmannsstofu. Hún hefur lokið 8. stig í fiðluleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Ragneiður er einn af stofnendum Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörp


 

 

 

 

 

merki-a-vef-skjoldur-vinstrmomlin-yao  

      ylir