9. - 14. júlí

Einkatímar - hóptímar - tónleikar

íslenskir og erlendir kennarar


Þátttakendum í byrjendadeild gefst kostur á:

  • 5 einkatímum (15-20 mín), 4 saman í hóp
  • 5 hóptímum með Gretu Salóme (45-60 mín), 4-6 saman í hóp 
  • að koma fram á tónleikum í Hörpu

Í byrjendadeild fá nemendur 2ja tíma kennslu daglega í hóp- og einkatímum. Í lok námskeiðs koma nemendur fram í sóló- og kammeratriðum á tónleikum í Hörpu.

Námskeiðið er ætlað byrjendum á fiðlu, u.þ.b. 5-8 ára, sem ekki hafa lokið grunnprófi. Við reiknum með að foreldrar fylgi börnum sínum á námskeiðinu og séu þeim til halds og trausts.

Boðið verður upp á hóptíma þar sem nemendur munu spila og dansa saman undir handleiðslu Gretu Salóme sem mun kynna mismunandi tónlistarstíla. Greta Salóme er landsþekkt fyrir fjölþætta tónlistarhæfileika sína, glæsilegan fiðluleik sem og flutning á eigin lagasmíðum.
Henni til aðstoðar verður Chrissie Guðmundsdóttir fiðluleikari.


This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Námskeiðsgjald:  kr. 35.000

Frestur til að skila umsóknum er 15. apríl. 

Öllum umsækjenum verður svarað innan tveggja vikna frá móttöku umsóknar.

Staðfestingargjald að upphæð 15.000 kr greiðist fyrir 30. apríl.

ATH: Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 4. maí. 


Kennarar

Aðalheiður Matthíasdóttir, Tónskóli Sigursveins
Ari Þór Vilhjálmsson, leiðari 2. fiðlu Fílharmóníusveitarinnar í Helsinki
Chrissie Guðmundsdóttir, Nýi tónlistarskólinn, Tónlistarskóli Rangæinga
Ewa Tosik, Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík
Greta Salóme Stefánsdóttir, söngkona, tónskáld og fiðluleikari
Helga Steinunn Torfadóttir, Allegro Suzuki tónlistarskólinn
Lin Wei, Sinfóníuhljómsveit Íslands og listrænn stjórnandi Akademíunnar
Margrét Stefánsdóttir, Sinfóníuhljómsveit Íslands
Mary Campbell, skólastjóri Suzukitónlistarskólans í Reykjavík
Sigyn Fossnes, Barratt-Due Institute of Music, Oslo

 

 

 

Partners / Sponsors

mom merki-a-vef-skjoldur-vinstr ylir

menuhin Custom    lin-yao