Píanódeild Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar er byggð á Píanó Plús námskeiðum dr. Nínu Margrétar Grímsdóttur sem leiðir píanódeildina ásamt Svönu Víkingsdóttur. Hugmyndin að baki námskeiðinu er að auka námsframboð efnilegra píanónemenda með því að halda 3 klst. langar vinnustofur þar sem unnið er með tækniuppbyggingu píanóleiks, túlkun, tónleikaundirbúning og sviðsframkomu. Þannig gefst nemendum kostur að vinna saman í hópi jafningja undir leiðsögn kennara, efla tengsl við aðra nemendur, þróa jafningjamat og leita saman að lausnum á þeim margvíslegu þrautum sem píanónám felur í sér. 

NÁMSKEIÐSLÝSING

  • 3 einkatímar (30 mín)
  • 4 kammermúsíktímar (45 mínútur)
  • 2 Píanó Plús vinnustofur (180 mínútur)
  • tónleikar og samvera

Námskeiðið er ætlað áhugasömum tónlistarnemum á aldrinum 8-14 ára sem eru að ljúka grunnnámi eða eru komnir áleiðis í miðnámi. Mælst er til þess að foreldrar komi með á viðburði og séu barni sínu til halds og trausts á námskeiðinu eftir þörfum.

Námskeiðinu lýkur með tónleikum í Hörpu þar sem hver nemandi flytur einn eða fleiri kafla úr því tónverki sem lögð hefur verið stund á. 


SÆKJA UM

Frestur til að skila umsóknum er 31. mars. 
Veittur er 10.000 króna afsláttur ef sótt er um fyrir 28. febrúar. 
Öllum umsækjendum verður svarað innan tveggja vikna frá móttöku umsóknar.

Námskeiðsgjald:  kr. 65.000
Afsláttarverð: kr. 55.000

Greiða skal staðfestingargjald að upphæð 20.000 kr til að staðfesta umsókn.


KENNARAR

 

 

mom      lin-yao  

 

 

      merki-a-vef-skjoldur-vinstr    ylir