Nína Margrét Grímsdóttir

Nína Margrét lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1985. Hún hefur enn fremur lokið doktorsprófi í píanóleik frá City University of New York og fjallaði doktorsritgerð hennar um píanóverk Páls Ísólfssonar. Nína Margrét hefur komið fram á Íslandi, Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Japan og Kína sem einleikari, með hljómsveitum og í kammertónlist. Hún hefur hljóðritað fjóra geisladiska fyrir Naxos, BIS og Skref. Nína Margrét er aðjúnkt við tónlistardeild Listaháskóla Íslands og kennir einnig við píanódeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Hún flytur reglulega fyrirlestra um tónlist og tónlistarrannsóknir innanlands og erlendis, þar má nefna Þjóðmenningarhúsið, University of Calgary, Tónlistarhátíð unga fólksins og ANMA Annual Conference 2009. Hún er enn fremur listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar „Klassík í hádeginu” í Gerðubergi og hefur á þessu starfsári flutt tónlist eftir Bach, Prokofief, Grieg, Mozart og Beethoven í samstarfi við ýmsa listamenn þjóðarinnar. Enn fremur kom hún fram á opnunartónleikum Myrkra Músíkdaga 2011 í beinni útsendingu RÚV, við opnun sýningar Tónlistarsafns Íslands á ævistarfi Sveinbjörns Sveinbjörnssonar og á hátíðartónleikum Tónlistarskólans í Reykjavík í Þjóðmenningarhúsinu af tilefni 80 ára afmælis TR. Á starfsárinu 2011-2012 hefur henni verið boðið í tónleikaferðir til Ítalíu og Þýskalands, enn fremur var henni boðið í aðra tónleikaferð sína um Kína í maí sl. þar sem hún kom fram m.a. í Shanghai. Hún mun einnig koma fram á Háskólatónleikum þann 19. október nk. og flytja píanóverk Grieg. Þann 29. Janúar 2012 kemur hún fram á Tíbrártónleikum með rússneska ljóðadagskrá og 5. maí 2012 mun hún koma fram á hátíðartónleikum í Hörpunni af tilefni 60 ára afmælis Tónmenntaskólans í Reykjavík og flytja píanókvintett Schumanns.

Pianist Nína Margrét Grímsdóttir is one of Iceland’s most established classical performers and recording artists. As well as playing with the Royal Chamber Orchestra in Tokyo, the Reykjavík Chamber Orchestra, the Reykjavík Symphony Orchestra and the Reykjavík Youth Orchestra, Nína has also performed chamber music with the KaSa group, the Iceland Trio, the Reykjavík Wind Quintet and violinist Nicholas Milton. As a performer Nína has traveled widely, from Japan, England, France and Scandinavia to extensive tours throughout the United States and Canada. She has actively promoted Icelandic music throughout her career, premiering and performing (amongst others) Thorkell Sigurbjörnsson (New York, 1999); John Speight (New York, 1997); Fjölnir Stefánsson (New Hampshire, 1997); Jónas Tómasson (Toronto, 1996, San Diego, 1991); and Atli Heimir Sveinsson (New York & Washington D.C., 2002; New York, 1994). Nína Margrét also gives master classes and lecture-recitals on a regular basis – she gave over 200 school concerts around between 2000-2006 in Iceland alone, as well working in Japan and the United States. Her musical curiosity stretches beyond classical music, as exemplified by television appearances alongside pop-artist Mugison, honorary concerts with Faroese singer Eivør Pálsdóttir and gigs with teenage rock bands such as Búdrygindi. As well as releasing solo and chamber music performances of Páll Ísólfsson, Mendelssohn and Mozart Nína has recently released her world premiere recording of selected solo and chamber works by Iceland´s first composer: “Sveinbjörn Sveinbjörnsson (1847-1927)”. The CD was awarded four stars in an excellent review published Dec. 19. 2007 in Morgunbladid and also chosen one of the 10 best classical CDs issued in Iceland in 2007.

 

 
More in this category: « Lin Wei Rita Porfiris »

 

mom      lin-yao  

 

 

      merki-a-vef-skjoldur-vinstr    ylir