Þórunn Ósk Marinósdóttir

Þórunn Ósk Marinósdóttir er leiðari víóludeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og víólukennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Hún stundaði víólunám við Konunglega tónlistarháskólann í Brussel hjá Ervin Schiffer. Þórunn spilar mikið af kammertónlist og hefur einnig komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Prima la Musica í Belgíu og Sumida Triphony Hall Orchestra í Tokyo. Plötuútgáfan Smekkleysa hefur gefið út upptökur með leik Þórunnar af verkum Hafliða Hallgrímssonar Ombra, konsert fyrir víólu og strengjasveit og Dagbókarbrot fyrir víólu og píanó. Einnig hefur hún leikið inn á fjölda geisladiska með kammerverkum, oftast undir merkjum Kammersveitar Reykjavíkur.

Þórunn Ósk Marínósdóttir is the principal violist of the Iceland Symphony Orchestra. She studied the viola at the Royal Conservatory of Music in Brussels with mr. Ervin Schiffer. In Belgium she was the principal viola of Prima la Musica and for a period a member of the soloist ensemble I Fiamminghi. Þórunn has performed as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra, Reykjavík Chamber Orchestra, Prima la Musica and Sumida Triphony hall Orchestra in Tokyo. Þórunn teaches viola and chamber music at the Reykjavík College of Music and Icelandic Academy of the Arts. Alongside her job at the Symphony Þórunn has always played a lot of chamber music, has been a part of many chamber music recordings and is a regular guest at chamber music festivals in Iceland. Her recordings of music by Hafliði Hallgrímsson; “Ombra” viola concerto with the Reykjavik Chamber Orchestra and “Notes from a Diary” for viola and piano have been published by the “Bad taste” record company. She is a founding member of Siggi Stringquartet which has been active since 2012 and has premiered a lot of new Icelandic pieces as well as premiering in Iceland new music from all over the world.

 

 

merki-a-vef-skjoldur-vinstrmomlin-yao  

      ylir