Helga Steinunn Torfadóttir

Helga Steinunn Torfadóttir hóf fiðlunám sitt 9 ára gömul. Hún lærði hjá Lilju Hjaltadóttur við Tónlistarskólann á Akureyri 1985-1990, og var nemandi Bryndísar Pálsdóttur og Guðnýjar Guðmundsdóttur við Tónlistarskólann í Reykjavík 1990-1995 þaðan sem hún lauk bæði burtfarar- og kennaraprófi. Á árunum 1995-1998 var Helga Steinunn við nám hjá Elisabeth Zeuthen Schneider við Konunglega konservatoríið í Kaupmannahöfn. Helga Steinunn hefur lært Suzukikennslufræði undir handleiðslu Tove Detreköy, Lilju Hjaltadóttur og Jaenne Janssens. og kennt á fiðlu síðan 1992 á Íslandi og í Danmörku. Helga Steinunn hefur verið virk í tónlistarlífinu og hefur leikið meðal annars með Sinfóníuhjómsveit Íslands og hljómsveit Íslensku óperunnar.

 

 
More in this category: Chrissie Guðmundsdóttir »

 

mom      lin-yao  

 

 

      merki-a-vef-skjoldur-vinstr    ylir