Chrissie Guðmundsdóttir

Chrissie Telma Guðmundsdóttir fiðluleikari er fædd og uppalin á Íslandi. Hún hóf fiðlunám 7 ára gömul, fyrst hjá Guðmundi Pálssyni í Tónlistarskóla Árnesinga og síðan hjá Lilju Hjaltadóttur í Allegro Suzukitónlistarskólanum. Árið 2006 lá leið hennar í Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Auði Hafsteinsdóttur. Hún tók þátt í einleikarakeppni skólans og fékk að leika Bruch fiðlukonsertinn með hljómsveit skólans. Haustið 2009 hóf hún nám við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist með Diploma gráðu árið 2012 undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Tveimur árum seinna útskrifaðist hún með B.Mus gráðu í fiðluleik frá Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Auðar Hafsteinsdóttur.

Eftir útskrift úr Listaháskólanum flutti hún til Arizona sem Fulbright styrkþegi Íslands og útskrifaðist með meistaragráðu í fiðluleik frá Arizona State University undir handleiðslu Prof. Danwen Jiang í maí 2016. Chrissie lék einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2012 og Sinfóníuhljómsveit Áhugamanna árið 2016. Hún keppti einnig í einleikarakeppni Arizona State Unversity haustið 2015 og hlaut þriðja sætið. Árið 2017 sat hún í dómnefnd við val á Fulbright styrkþegum í Bandaríkjunum. Chrissie hefur tekið virkan þátt í Íslansku menningarlífi en þar ber helst að nefna þáttöku í Jólagestum Björgvins, Eurovision, Lord of the rings, leikið í sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og fleira.  

Chrissie hefur verið að kenna frá árinu 2011 bæði á Íslandi og erlendis. Samhliða meistaranámi sínu í Arizona, var hún með nemendur í einkakennslu ásamt því að vera með hópkennslu um helgar. Hún flutti aftur heim til Íslands í maí 2016 og starfar nú sem fiðlukennari við Tónlistarskóla Rangæinga, Nýja tónlistarskólanum í Reykjavík og er suzuki kennari við Allegro Suzukitónlistarskólann. Einnig er hún meðlimur í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og tekur að sér ýmis gigg á vegum Tónleika ehf, Hörpu o.fl. Chrissie er enn að bæta við námi en hún hefur lokið 1. stigi í Suzuki kennararéttindum og vinnur nú í 2. og 3. stigi hjá Lilju Hjaltadóttur suzukikennara.

 
 
 
 

 

mom      lin-yao  

 

 

      merki-a-vef-skjoldur-vinstr    ylir