Lilja Hjaltadóttir

Lilja Hjaltadóttir fiðlukennari og aðstoðarskólastjóri Allegro Suzukiskólans hefur tvímælalaust lengstu og mestu reynslu af Suzukikennslu á Íslandi. Lilja lauk fiðlukennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1978. Lilja fór til framhaldsnáms í Bandaríkjunum í fiðluleik og kennslufræði í Southern Illinois University í Edwardsville. Þar lauk hún meistaraprófi 1981 með höfuðáherslu á Suzukikennslufræði, en aðalkennari hennar var John Kendall, einn af frumkvöðlum Suzukikennslu í Bandaríkjunum. Lilja hefur þjálfað fiðlukennara á Íslandi og víðar í Evrópu síðustu tvo áratugina og er eftirsóttur kennari. Hún hefur kennt í Póllandi, Englandi, Írlandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Spáni, Danmörku, Færeyjum, Belgíu og Eistlandi. Lílja hefur einnig leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur og Bachsveitinni í Skálholti. 

 

mom      lin-yao  

 

 

      merki-a-vef-skjoldur-vinstr    ylir