Lin Wei

Sinfo2011-073371 light Final 600x450Lin Wei Sigurgeirsson er fædd í Guangzhou í Kína árið 1964. Hún hóf fiðlunám hjá föður sínum, prófessor Lin Yao Ji, sjö ára að aldri og lærði á píanó hjá móður sinni, prófessor Hu Shi Xi. Hún hóf nám árið 1980 við tónlistarháskólann í Beijing, einnig hjá föður sínum, og brautskráðist þaðan árið 1985. Þá hlaut hún styrk til framhaldsnáms frá Lundúnaborg við einleikaradeild Guildhall School of Music & Drama hjá prófessor Yfrah Neaman og brautskráðist þaðan 1988. Lín Wei hefur verið meðlimur Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 1988. Veturinn 1996-1997 var hún konsertmeistari Pan Asian Symphony Orchestra í Hong Kong og lék með Baltimore Symphony og Washington Chamber Symphony í Washington D.C. á árunum 2000-2002. Lín Wei hefur kennt við Purcell School of Music í London, Tónlistarskólann í Reykjavík og Yip Academy í Hong Kong. Hún hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, komið fram á einleikstónleikum og leikið með ýmsum kammerhópum hér á landi, í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Lin Wei er stofnandi og formaður Lin Yao Ji Music Foundation of China, minningarstofnun um föður hennar til heimilis í Hong Kong. Í krafti starfa sinna hefur hún skipulagt masterklassa og tónleika í Beijing, Hong Kong og á Íslandi þar sem fram hafa komið alþjóðlegir listamenn og ungir einleikarar sem náð hafa að skara fram úr á tónlistarsviðinu og unnið til verðlauna. Lin Wei er stofnandi og listrænn stjórnandi Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu. 

 

 
 

 

mom      lin-yao  

 

 

      merki-a-vef-skjoldur-vinstr    ylir