Auður Hafsteinsdóttir

Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1983 aðeins 17 ára gömul. Hún lauk B.M. gráðu með hæstu einkunn frá New England Conservatory í Boston árið 1987 og Master of Music gráðu hjá hinum virtu Almitu og Roland Vamos árið 1991. Auður hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir leik sinn. Árið 1985 fékk hún C.D.Jackson verðlaunin sem framúrskarandi strengjaleikari á hinni alþjóðlegu tónlistarhátíð í Tanglewood og 1988 fyrstu verðlaun í The Schubert Competition. Árið 1991 var Auður valin borgarlistamaður Reykjavíkurborgar til þriggja ára og árið 1996 voru henni úthlutuð listamannalaun til þriggja ára frá menntamálaráðuneytinu. Auður var meðlimur í NEC Honors Quartet og NEC Modern Music Ensemble. Hún var jafnframt konsertmeistari Minnesota Opera 1989-1990. Auður hefur komið víða fram sem einleikari og í kammermúsik á alþjóðlegum vettvangi, m.a. í Bandaríkjunum, Kanada, Japan, Kína og víða í Evrópu. Hún hefur tekið þátt í tónlistarhátíðum hérlendis og erlendis. Auður er einn af stofnendum pianótríósins Trio Nordica og er einnig meðlimur í Caput nútímatónlistarhópnum. Hún var listrænn stjórnandi Reykholtshátíðar árin 2011 og 2012. Auður hefur leikið inn á fjölda geisladiska fyrir innlend og erlend útgáfufyrirtæki m.a. Tutl, Japis, King records, GM redords (USA) og Naxos. Hún hefur fengið frábæra dóma fyrir leik sinn. Auður vinnur nú að geisladisk með íslenskri fiðlutónlist frá árunum 1940-2010. Auður hefur að undanförnu helgað sig kennslu enn frekar. Hún kennir nú í Tónlistarskólanum í Reykjavík, Listaháskóla Íslands, Tónskóla Sigursveins, Tónlistarskóla Grafarvogs og Tónlistarskóla Kópavogs. Nemendur hennar hafa í gegnum árin unnið keppnir, verið í fremstu röð og komist að í þekktum erlendum háskólum.

Auður studied with Guðný Guðmundsdóttir, at the Reykjavík College of Music, graduating as performing soloist at the age of 17. She continued her studies at the New England Conservatory, and later at the University of Minnesota, completing her Master’s Degree in 1991. Her teachers there were the internationally renowned Almita and Roland Vamos. Auður has received many awards for her playing. In 1985 she was a recipient of the C.D.Jackson Award for outstanding string player at the Tanglewood International Music Festival and in 1988 she received first prize for the Schubert Club Soloist Competition in Minneapolis. In 1991, Auður won a competition to represent Iceland at the Festival for Young Scandinavian Soloists in Finland, and also in 1991, she received a three-year stipend from the City of Reykjavík. In 1996, Auður was awarded a three-year stipend by the Icelandic government Auður has appeared both as soloist and chamber-musician throughout the United States, Canada, Europe, Scandinavia, Iceland, Japan and China. She is a founder member of Trio Nordica and also works regularly with a string quartet. Auður’s playing has featured on numerous CDs both in Iceland and abroad.

 

 

 

merki-a-vef-skjoldur-vinstrmomlin-yao  

      ylir