Thursday, 14 February 2019 20:40

Ingunn Hildur

Ingunn stundaði píanónám hjá Kristínu Ólafsdóttur við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Árið 1993 lauk hún píanókennara- og  einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og naut þar leiðsagnar Jónasar Ingimundarsonar. Ingunn sótti einkatíma hjá Roger Vignoles um tveggja ára skeið og einnig hefur hún sótt fjölmörg námskeið m.a. hjá Dalton Baldwin, Nelita True, Gyorgy Sebök ofl. Ingunn hefur komið að ýmsum tónlistarstörfum í gegnum tíðina, m.a. verið organisti Þingvallakirkju, meðlimur í sönghópnum Hljómeyki og um árabil starfaði Ingunn sem kennari og meðleikari við Tónlistarskólann í Hafnarfirði. Ingunn er virk í kammertónlist með tónlistarhópum á borð við Camerarctica, Notus-tríó ofl. Hún hefur gert upptökur fyrir útvarp og geisladiska og komið fram á fjölmörgum tónleikum innanlands og utan. Árið 2015 fór Ingunn í tónleikaferð með Notus-tríóinu til Bretlands og Ítalíu þar sem áhersla var lögð á kynningu íslenskrar tónlistar. Síðastliðin ár hefur Ingunn einnig leikið reglulega á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins og m.a. komið að flutningi píanókvintetta eftir  R. Vaughan Williams, J. N. Hummel, L. Farrenc og F. Schubert. Ingunn kennir nú við Tónlistarskóla Kópavogs og starfar sem meðleikari við Tónlistarskólann í Reykjavík.

 

 

 
 
 
 
Published in Leiðbeinendur
Thursday, 07 February 2019 17:07

Jane Ade Sutarjo

Jane Ade Sutarjo fæddist í Jakarta í árið 1989 og hóf tónlistarnám sitt þar. Haustið 2008 flutti hún til Íslands og hóf nám við Listaháskóla Íslands, á fiðlu hjá Guðnýju Guðmundsdóttur og á píanó hjá Nínu Margréti Grímsdóttur og síðar Peter Máté. Sumarið 2017 lauk Jane meistaranámi við Tónlistarháskóla Noregs í Osló þar sem kennarar hennar voru Jens Harald Bratlie, Kathryn Stott og Liv Glaser. Jane tekur virkan þátt í íslensku tónlistarlífi og hefur komið víða fram bæði í kammertónlist og sem einleikari. Hún hélt sína fyrstu opinberu tónleika árið 2014 og sama ár lék hún einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Árið 2012 hlaut hún Minningarverðlaun Halldórs Hansen og vann fyrsta sæti í fimmtu EPTA píanókeppninni á Íslandi. Hún starfar sem einleikari, meðleikari og kennir píanóleik við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Tónlistarskóla Kópavogs. 

Jane Ade Sutarjo was born in Jakarta, Indonesia. She began her musical education at early age, first on the piano and later, the violin. She moved to Iceland in 2008, and continued her music studies at the Iceland Academy of the Arts. She studied the violin under the guidance of Guðný Guðmundsdóttir and the piano with Nína Margrét Grímsdóttir and Peter Máté, receiving her bachelor degrees for both instruments. In 2017 she graduated from the Norwegian Academy of Music with a master's degree, after studying with Jens Harald Bratlie, Kathryn Stott and Liv Glaser. In the same year, she started working as an accompanist in various music schools in Reykjavík. Jane has performed widely as a soloist, accompanist and in various chamber music groups. In 2011 she performed as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra. She won the first prize in the fifth EPTA Iceland piano competition in 2012. 

 

 

 
 
 
 
 
Thursday, 07 February 2019 17:02

Sarah Buckley

Sarah Buckley stundaði nám við háskólann í Manchester þaðan sem hún lauk BMus-gráðu. Auk víóluleiks og fræðigreina nam hún fiðlu-, píanó- og óbóleik. Að loknu námi í Manchester hlaut hún námsstyrk til framhaldsnáms við Royal Academy of Music í London. Eftir tveggja ára nám var hún ráðin tímabundið til Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en fór síðan aftur til Englands og vann sem víóluleikari í lausamennsku með ýmsum hljómsveitum í London og víðar. Hún hefur verið fastráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan 1992 og auk þess spilað með minni hópum, t.d. Kammersveit Reykjavíkur. Hún kennir einnig á víólu samkvæmt Suzuki-kennsluaðferðinni við Suzukitónlistarskólann í Reykjavík og Tónskóla Sigurveins.

 
 
 
Published in Leiðbeinendur
Friday, 25 January 2019 09:18

Svana Víkingsdóttir

Svana Víkingsdóttir hóf tónlistarnám hjá Gunnari Sigurgeirssyni þar sem hún lærði fyrstu árin. Þaðan fór hún í Tónlistarskólann í Reykjavík og stundaði píanónám hjá Hermínu S. Kristjánsson, Jóni Nordal og Árna Kristjánssyni. Hún lauk kennaraprófi frá skólanum vorið 1976 og einleikaraprófi ári síðar. Svana hélt til Vestur-Berlínar 1978 og stundaði framhaldsnám við Hochschule der Künste þar sem kennarar hennar voru Klaus Schilde og Geörgy Sava. Hún lauk diplómaprófi frá skólanum vorið 1983. Að námi loknu starfaði hún í nokkur ár sem píanókennari við Nýja Tónlistarskólann, en undanfarna áratugi hefur hún starfað sem píanókennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarskóla FÍH. Svana er einn af stofnendum Kvennakórs Reykjavíkur og var píanóleikari kórsins fyrstu árin. Hún hefur tekið þátt í ýmsum píanónámskeiðum svo sem í Siena á Ítalíu, Aspen í Colorado, Ernen í Sviss og komið fram á tónleikum með öðrum hljóðfæraleikurum m.a. í Finnlandi, Ítalíu og Færeyjum.

Friday, 25 January 2019 09:16

Margrét Kristjánsdóttir

Margrét Kristjánsdóttir hóf fiðlunám sex ára gömul í Barnamúsikskólanum í Reykjavík hjá Gígju Jóhannsdóttur. Hún er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1988 undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Að því loknu hélt hún til framhaldsnáms í New York við Mannes College of Music, þaðan sem hún lauk B.M. prófi og Mastersgráðu. Aðalkennari hennar þar var Shirley Givens. Margrét hefur verið fastráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árinu 1993. Hún er meðlimur í Kammersveit Reykjavíkur og Hljómsveit Íslensku óperunnar auk þess að kenna við Tónlistarskóla Kópavogs.

Friday, 25 January 2019 09:16

Lilja Hjaltadóttir

Lilja Hjaltadóttir fiðlukennari og aðstoðarskólastjóri Allegro Suzukiskólans hefur tvímælalaust lengstu og mestu reynslu af Suzukikennslu á Íslandi. Lilja lauk fiðlukennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1978. Lilja fór til framhaldsnáms í Bandaríkjunum í fiðluleik og kennslufræði í Southern Illinois University í Edwardsville. Þar lauk hún meistaraprófi 1981 með höfuðáherslu á Suzukikennslufræði, en aðalkennari hennar var John Kendall, einn af frumkvöðlum Suzukikennslu í Bandaríkjunum. Lilja hefur þjálfað fiðlukennara á Íslandi og víðar í Evrópu síðustu tvo áratugina og er eftirsóttur kennari. Hún hefur kennt í Póllandi, Englandi, Írlandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Spáni, Danmörku, Færeyjum, Belgíu og Eistlandi. Lílja hefur einnig leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur og Bachsveitinni í Skálholti. 

Friday, 25 January 2019 09:15

Gróa Margrét Valdimarsdóttir

Gróa Margrét Valdimarsdóttir stundaði fiðlunám í Tónlistarskóla Kópavos, Tónlistarskólanum í Reykjavík og síðan í Listaháskólanum undir handleiðslu Margrétar Kristjánsdóttur, Lin Wei og Auðar Hafsteinsdóttur. Hún hélt til framhaldsnáms við University of Illinois hjá Sigurbirmi Bernharðssyni og síðustu fjögur árin var hún við The Hartt School í Hartford í Bandaríkjunum hjá Anton Miller þaðan sem hún útskrifaðist í vor. Gróa Margrét hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Orkester Norden, og verið konsertmeistari í bandarískum háskólahljómsveitum auk Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins. Hún hefur mikinn áhuga á flutningi barokktónlistar sem og nýrrar tónlistar og hefur m.a. komið fram sem einleikari með Háskólahljómsveitinni í Illinois í fiðlukonsert eftir Vivaldi og The Foot in the Door Contemporary Ensemble í fiðlukonsert eftir Benjamin Park.  Gróa Margrét var útnefnd Unglistamaður Kópavogs árið 2007.

Friday, 25 January 2019 09:14

Chrissie Guðmundsdóttir

Chrissie Telma Guðmundsdóttir fiðluleikari er fædd og uppalin á Íslandi. Hún hóf fiðlunám 7 ára gömul, fyrst hjá Guðmundi Pálssyni í Tónlistarskóla Árnesinga og síðan hjá Lilju Hjaltadóttur í Allegro Suzukitónlistarskólanum. Árið 2006 lá leið hennar í Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Auði Hafsteinsdóttur. Hún tók þátt í einleikarakeppni skólans og fékk að leika Bruch fiðlukonsertinn með hljómsveit skólans. Haustið 2009 hóf hún nám við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist með Diploma gráðu árið 2012 undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Tveimur árum seinna útskrifaðist hún með B.Mus gráðu í fiðluleik frá Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Auðar Hafsteinsdóttur.

Eftir útskrift úr Listaháskólanum flutti hún til Arizona sem Fulbright styrkþegi Íslands og útskrifaðist með meistaragráðu í fiðluleik frá Arizona State University undir handleiðslu Prof. Danwen Jiang í maí 2016. Chrissie lék einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2012 og Sinfóníuhljómsveit Áhugamanna árið 2016. Hún keppti einnig í einleikarakeppni Arizona State Unversity haustið 2015 og hlaut þriðja sætið. Árið 2017 sat hún í dómnefnd við val á Fulbright styrkþegum í Bandaríkjunum. Chrissie hefur tekið virkan þátt í Íslansku menningarlífi en þar ber helst að nefna þáttöku í Jólagestum Björgvins, Eurovision, Lord of the rings, leikið í sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og fleira.  

Chrissie hefur verið að kenna frá árinu 2011 bæði á Íslandi og erlendis. Samhliða meistaranámi sínu í Arizona, var hún með nemendur í einkakennslu ásamt því að vera með hópkennslu um helgar. Hún flutti aftur heim til Íslands í maí 2016 og starfar nú sem fiðlukennari við Tónlistarskóla Rangæinga, Nýja tónlistarskólanum í Reykjavík og er suzuki kennari við Allegro Suzukitónlistarskólann. Einnig er hún meðlimur í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og tekur að sér ýmis gigg á vegum Tónleika ehf, Hörpu o.fl. Chrissie er enn að bæta við námi en hún hefur lokið 1. stigi í Suzuki kennararéttindum og vinnur nú í 2. og 3. stigi hjá Lilju Hjaltadóttur suzukikennara.

 
 
 
 
Friday, 25 January 2019 09:13

Helga Steinunn Torfadóttir

Helga Steinunn Torfadóttir hóf fiðlunám sitt 9 ára gömul. Hún lærði hjá Lilju Hjaltadóttur við Tónlistarskólann á Akureyri 1985-1990, og var nemandi Bryndísar Pálsdóttur og Guðnýjar Guðmundsdóttur við Tónlistarskólann í Reykjavík 1990-1995 þaðan sem hún lauk bæði burtfarar- og kennaraprófi. Á árunum 1995-1998 var Helga Steinunn við nám hjá Elisabeth Zeuthen Schneider við Konunglega konservatoríið í Kaupmannahöfn. Helga Steinunn hefur lært Suzukikennslufræði undir handleiðslu Tove Detreköy, Lilju Hjaltadóttur og Jaenne Janssens. og kennt á fiðlu síðan 1992 á Íslandi og í Danmörku. Helga Steinunn hefur verið virk í tónlistarlífinu og hefur leikið meðal annars með Sinfóníuhjómsveit Íslands og hljómsveit Íslensku óperunnar.

 

 
Monday, 21 January 2019 23:37

Sigurgeir Agnarsson

Sigurgeir Agnarsson sellóleikari útskrifaðist árið 1995 með einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Gunnars Kvaran. Frekara framhaldsnám stundaði hann í New England Conservatory of Music í Bandaríkjunum hjá Laurence Lesser og David Wells og Robert Schumann tónlistarháskólanum í Þýskalandi hjá Prof. Johannes Goritzki.​ Sigurgeir hefur leikið með ýmsum kammerhópum og hljómsveitum, tekið þátt í tónlistarhátíðum hér heima og erlendis, haldið einleikstónleika og komið fram sem einleikari, m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Blásarasveit Reykjavíkur og Bochumer Symphoniker. Hann var valinn fulltrúi Íslands til að koma fram á tónleikaröðinni „Podium of Young European Musicians” í Goethe stofnunni í Brusse. Sigurgeir hefur komið fram á ýmsum tónlistarhátíðum og leikið inn á fjölmargar upptökur, m.a. fyrir RÚV og Naxos. Frá árinu 2003 hefur Sigurgeir leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og verið leiðari sellódeildarinnar frá árinu 2017. Sigurgeir er jafnframt deildarstjóri strengjadeildar Tónlistarskólans í Reykjavík og stundakennari við Listaháskóla Íslands. Sigurgeir hefur verið listrænn stjórnandi Reykholtshátíðar frá árinu 2013.

Sigurgeir Agnarsson is principal cellist of the Iceland Symphony Orchestra. Mr. Agnarsson graduated from the Reykjavik College of Music in 1995 and continued his studies at the New England Conservatory of Music in Boston with David Wells and Laurence Lesser and at the Hochschule für Musik in Düsseldorf with Prof. Johannes Goritzki. Mr. Agnarsson is head of the string department at the Reykjavik College of Music.  He has appeared as a soloist with ensembles such as the Iceland Symphony Orchestra, Bochumer Symphoniker and the Reykjavík Chamber Orchestra and also appears regularly as a chamber musician and recitalist in Iceland and abroad. He has recorded for the Icelandic Broadcasting Service and the Naxos label. Sigurgeir is one of the founders of the Harpa International Music Academy.

 
Published in Leiðbeinendur
Page 1 of 2

 

merki-a-vef-skjoldur-vinstrmomlin-yao  

      ylir